Mikið hefur veriðað gera í norðurljósaferðum hjá okkur undanfarnar vikur. Ljóst er að norðurljósin skapa mikla möguleika fyrir fyritæki sem starfa í ferðaþjónustu. Þær njóta síaukinna vinsælda, hér á árum áður þótti það mikil fjarstæða að við gætum selt norðurljósin. En annað hefur komið á daginn og staðreyndin í dag er sú að norðurljósin draga að fjölda ferðamanna til landsins.