Það hefur heldur betur orðið endurnýjun í bílaflotanum hjá okkur síðast liðnar vikur. Við höfum bætt við okkur þremur nýjum rútum, Setru, Bens og Volvo. Við erum stolt af því að geta boðið okkar farþegum uppá þessar glæsilegu rútur til að ferðast um á, á vegum landsins.